Appelsínu-döðlubrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2501 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Appelsínu-döðlubrauð. 3 desilítrar mjólk 50 grömm smjör 3/4 desilítrar síróp 350 grömm hveiti 3 teskeiðar lyftiduft 1/2 teskeið salt 75 grömm sykur 50 grömm valhnetur, saxaðr gróft 100 grömm döðlur saxaðar gróft 2 matskeiðar þurkaður appelsínubörkur, saxaður Aðferð fyrir Appelsínu-döðlubrauð: Hitið saman mjólk, smjör og síróp þar til smjörið er bráðnað. Sigtið saman hveiti og lyftidufti og bætið sykri salti og ávöxtum saman við. Hrærið heitri mjólkurblöndunni vel saman við hveitiblönduna með sleif. Látið í vel smurt mót og sléttið yfir með blautri sleif. Bakið við u.þ.b 180 gráður í 35 - 40 mínútur. Skerið brauðið þunt og berið fram með smjöri þessari uppskrift að Appelsínu-döðlubrauð er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 25.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|