Andabringa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5627

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Andabringa.

250 grömm ferskt fettuccine pasta
2 Berberi andabringur
2 matskeiðar olía
40 grömm púrrlaukur
120 grömm kúrbítur
80 grömm baunaspírur
100 grömm sætar baunir
1 hvítlauksgeiri
3 desilítrar vatn
3 matskeiðar japönsk sojasósa
1 matskeið maisenmjöl


Aðferð fyrir Andabringa:

Sjóðið pastað í miklu léttsöltuðu vatni, það á þó að sjóða aðeins styttra en vanalega. Rispið haminn á öndinni á þvers og krus og brúnið bringurnar á pönnu í lítilli olíu (það kemur fita frá bringunum). Byrjið á því að brúna bringurnar á húðhliðinni í cirka 5 mínútur og svo á kjöthliðinni í cirka 3-4 mínútur, (við þennan tíma eru þær ennþá pínu rauðar inní). Leggjið þær til hliðar og haldið þeim heitum. Hellið meirihlutanum af fitunni af pönnunni. Skerið púrrlaukinn í þunnar sneiðar, skerið kúrbítinn í strimla og baunirnar ...

Pressið hvítlaukinn og svitsið hann á pönnu í afganginum af fitunni, bætið svo grænmetinu á pönnuna og steikið það í 1 mínútu. Blandið sojasósunni út í vatnið og hrærið maisenamjölinu í, hellið þessu yfir grænmetið og látið þetta sjóða í cirka 1 mínútu. Smakkið til með salti og pipar. Hellið pastanu á pönnuna og steikið með í eina mínútu.

Skerið kjötið á ská og leggjið á disk við hliðina á pastanu í fallega röð.


þessari uppskrift að Andabringa er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Andabringa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Villibráð  >  Andabringa