Kínverskur pottrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7429 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kínverskur pottréttur. 300 gröm skinkusnitsel 2 matskeiðar sherrý 2 teskeiðar sojasósa 2 teskeiðar ferskur rifinn engifer 250 gröm brokkolí 1 rauð paprikka 1 gul paprikka 1 laukur 2 matskeiðar olía 200 gröm baunaspírur 2 desilítrar kjúklingakraftur Eggjanúðlur Aðferð fyrir Kínverskur pottréttur: Blandið sherrý, sojasósu og engifer saman. Skerið kjötið í ræmur og leggið í löginn. Látið liggja í að minnsta kosti 1-2 tíma. Skerið brokkolíið í bita. Skerið paprikkurnar í langar ræmur og laukinn í þunna báta. Hitið wok pönnu eða pott og hellið 1 matskeið olíu í. Steikið brokkolí, paprikku og lauk í 3-4 mínútur, leggjið grænmetið til hliðar, þurrkið pönnuna og hellið 1 matskeið olíu á aftur. Brúnið kjötið í 3ö4 mínútur. Setjið kryddlöginn og kjúklingakraftinn útí og látið kjötið sjóða. Í lokin setur maður grænmetið og baunaspírurnar í og hitar. Ef maður hefur ekki langan tíma er nóg að láta kjötið liggja í kryddleginum á meðan maður gerir grænmetið tilbúið. þessari uppskrift að Kínverskur pottréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|